um Hidda design


Ég heiti Hildur Símonardóttir og er fædd 1958 í Grindavík. Ég hef unnið við glersmíði síðan árið 2001. Ég hef starfsréttindi frá bæði Íslandi og Danmörku í hinni ýmsu hönnun, þ.a.m Glerlistum, leir, keramík list og leðri.

Verkin mín hafa verið sýnd á hinum ýmsu sýningum, eins og hinni árlegu “handverk” sýningu sem haldin er á Norðurlandi ár hvert, ásamt Norður Atlandshafs sýningunni “Vestnorden Art & Crafts” og árið 2012 og 2017 í Sint-Niklaas í Belgíu þar sem hönnun mín var til sýnis á sýningunni “Euromart” sem er aðeins haldin á 6 ára fresti.

Árið 2007 hóf ég að hanna glerverk og skartgripi undir heitinu Hidda design og hafa vörurnar notið mikilla vinsælda hér heima sem og í útlöndum.

 

Hidda design - Íslenskt Norðurljósa Hönnun

Ég fæ innblástur fyrir hönnuninni minni frá Íslenskri nátturu; Eldinum, Ísnum og fallegu litinum frá Norðurljósunum.

Í glerverkið nota í Dichroic gler og Bullseye gler vegna sterkra litbrigða og lífs sem glerið gefur við hitun. Gleðin við að opna ofninn og sjá lokaútkomuna er enn uppáhaldspartur hönnunarinnar.